Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1641 svör fundust

Fer sýra, til dæmis úr sítrónu, illa með tennur?

Í sítrónum er sítrónusýru sem er glerungseyðandi og getur farið mjög illa með tennurnar. Það sama gildir því um neyslu sítrónunnar og annarra glerungseyðandi matvæla, að það á að gæta þess að neyta þeirra í hófi. Drykkir sem innihalda sítrónusýru eru allir glerungseyðandi en sítrónusýru er að finna í flestum svala...

Nánar

Hvað er Ísland stórt (að flatarmáli)?

Ísland er 103.000 km2 (ferkílómetrar) að flatarmáli. Hægt er að sjá stærðir einstakra hluta landsins, sem og annarra landa og heimsálfa, með því að smella á efnisorðin neðst í svarinu. Mynd: norden. (Sótt 4.3.2003). Annað kort af Íslandi er að finna hér: Detailed Road Map of Iceland. (Skoðað 25.03.2015)...

Nánar

Hvaða gjaldmiðill er notaður á Kanaríeyjum?

Þótt Kanaríeyjar séu úti fyrir norðvesturströnd Afríku þá tilheyra þær Spáni. Spánn er hluti af Evrópusambandinu og myntbandalagi Evrópu. Evran er gjaldmiðill Spánar eins og flestra annarra landa innan bandalagsins og þar með er hún líka gjaldmiðill Kanaríeyja. Framhlið 20 evru seðils. Hægt er að skoða gengi e...

Nánar

Hver er algengasti fæðingardagur á Íslandi?

Það er hægt að svara þessari spurningu á nokkra vegu, allt eftir því hvaða merking er lögð í 'á Íslandi'. Er átt við algengasta fæðingardag Íslendinga og skiptir þá máli hvort þeir búa á Íslandi eða ekki? Eða er átt við algengasta fæðingardag þeirra sem búa á Íslandi, sem eru vitaskuld ekki allir íslenskir ríkisbo...

Nánar

Er vitað um hákarlaárásir á menn við Ísland?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hefur hákarl einhvern tíma ráðist mann í kringum Ísland? Ef ekki, er þá til eitthvert dýr við Ísland sem mundi ráðast á mann ef það gæti það?Hér er einnig svarað spurningunum:Er vitað um einhver tilvik þar sem hákarl hefur ráðist á einhverja skepnu við Ísland?Geta selir við Í...

Nánar

Hvaða réttindi þarf maður að hafa til þess að gifta fólk?

Um heimildir til þess að gifta hjónaefni er fjallað í IV. kafla hjúskaparlaga nr. 31/1993. Þar segir í 16. gr. að stofna megi til hjúskapar fyrir presti, forstöðumanni skráðs trúfélags skv. 17. gr. sömu laga, eða borgaralegum vígslumanni. Íslenskir vígslumenn geta starfað erlendis og erlendir vígslumenn hér á land...

Nánar

Er hægt að sanna að guð sé til?

Þessi spurning hefur löngum verið áleitin í kristnum menningarheimi. Mestu heimspekingar Vesturlanda hafa brotið heilann um hana og sýnist sitt hverjum um niðurstöður og árangur úr þeirri viðleitni. Ef við höfum í huga að kristnin er aðeins ein af mörgum trúarbrögðum manna, þá vaknar auðvitað meðal annars sú s...

Nánar

Hvað eru stýrivextir?

Stýrivextir seðlabanka eru þeir vextir sem bankinn notar til að hafa áhrif á markaðsvexti. Seðlabanki Íslands, líkt og seðlabankar annarra landa, á í ýmiss konar viðskiptum við önnur innlend fjármálafyrirtæki, sérstaklega innlánsstofnanir. Með innlánsstofnunum er átt við banka og sparisjóði sem hafa heimild til...

Nánar

Voru það bara gyðingar sem fóru í útrýmingarbúðirnar?

Þegar fjallað er um helförina og þá sem létu lífið í útrýmingarbúðum nasista koma gyðingar eðlilega fyrst upp í hugann. Þeir voru langfjölmennasti hópur þeirra sem enduðu líf sitt í búðunum og hafa fengið mesta athygli og umfjöllun. En það voru fleiri hópar sem voru ofsóttir af nasistum og fluttir í útrýmingarbúði...

Nánar

Eru þjóðsögur byggðar á sönnum atburðum?

Einfaldasta svarið við þessari spurningu er að þjóðsögur eru yfirleitt ekki byggðar á sönnum atburðum, en engu að síður er hægt að lesa ýmislegt úr slíkum sögum um veruleikann. Þjóðsögum má skipta í ævintýri og sagnir. Ævintýri er löng formúlukennd frásögn sem oft er óbundin stað og tíma og gerist í ímynduðum ...

Nánar

Geta kettir eignast hvolpa?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Ég horfði á sjónvarpsþáttinn Jörðina. Þar kom fram, mér til furðu, að bæði ljón og snæhlébarðar eignast hvolpa. Því spyr ég hvernig eignast köttur hvolp?Engin ástæða er til að ætla annað en þarna sé rétt með farið um málnotkun í sjónvarpsþætti. Hins vegar er orðið ljónsungi...

Nánar

Fleiri niðurstöður